Truffur

Smákökur og konfekt

Konfekt með konfektflöskum og Nóakroppi

Efni:
2 1/2 dl rjómi
4 msk. smjör
500 g Síríus suðusúkkulaði(konsum)
6-8 konfektflöskur frá Nóa-Síríus (eða 3 msk. viskí eða koníak)
4 dl Nóa kropp, mulið

Meðhöndlun
Setjið rjómann og smjörið í pott og hitið að suðu. Bætið súkkulaðinu út í og hrærið þar til það bráðnar. Takið af hellunni og kælið smávegis, áður en muldum flöskum og Nóa kroppi er bætt út í. Kælið vel. Mótið kúlur og veltið þeim upp úr muldum hnetum eða hjúpið með bræddu súkkulaði. (U.þ.b. 100 stk.)

Sendandi: Eygló <eyglot@simnet.is> (24/11/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi