Rækju/karrýréttur a la páskapartý Ísafjarðar
Fiskréttir
Hriiiiikalega gott
Efni:
500 gr. rækjur
1 pk. hörpudiskur
1 dós sveppir
1-2 bréf karrý hrísgrjón eða Golden rice
3-4 msk majónes (ég nota létt majónes)
1 peli rjómi
Meðhöndlun
Grjónin soðin eins og lýst er á pakkanum. Hörpudiskurinn skorinn í bita. Majónesið sett í skál og rækjunum, hörpudisknum, sveppunum og grjónunum blandað út í, rjóma skellt í líka (þarf kannski ekki alveg heilan pela), allt sett í eldfast mót og ostur yfir, ekki verra að hafa nóg af honum. Bakað í ofninum þar til fer að bulla í þessu öllu saman og osturinn vel bráðinn, þá er það orðið nógu heitt.
Borið fram með ristuðu brauði.
Athugið með hörpudiskinn að á honum er oft vöðvi sem þarf að taka af (hann er hvítari en hörpudiskurinn sjálfur og auðvelt að plokka hann af).
Sendandi: Dísa <disabr@visir.is> (28/11/2001)