Amerískar súkkulaðibitakökur ca 70 stk

Smákökur og konfekt

Upprunalega uppskrift frá Hersey's, nokkuð endurbætt

Efni:
1 bolli mjúkt smjör
3/4 bollar sykur
3/4 bollar púðursykur (pakkaður)
1 tsk. vanilludropar
2 egg
2 1/4 bollar hveiti
1 tsk. matarsódi
1/2 tsk. salt
2 bollar súkkulaðidropar
1 bolli saxaðar hnetur

Meðhöndlun
Hitið ofninn í 190°C
Þeytið smjör, sykur og vanillu þar til ljóst og létt.
Hrærið eggjum útí (brjótið þau fyrst í glas eða skál ef ykkur finnst eggjaskurn ekki góð)
Blandið saman hveiti, sóda og salti, hrærið varlega útí smjörblönduna. Þeytið vel.

Hrærið súkkulaði og hnetum útí. Ekki er verra að vera ekkert að nískast með súkkulaðið. Ég sturta alltaf hálfum aukabolla útí. Hvítt súkkulaði er sérstaklega gott í þessar kökur.

Ca. 1 tsk. af deiginu er mátuleg stærð. Hafið plötuna ósmurða (gott að hafa smjörpappír eða tefflonfilmu undir).
Bakið í 8-10 mínútur. (Ef þú ert með blástursofn, lækkið þá hitann í 170°C og styttið bökunartímann.

Tilbrigði: Ef þú vilt fjölga smákökusortunum fyrir jólin á auðveldan hátt gerðu þá eina uppskrift af deiginu. Slepptu megninu af súkkulaðinu og öllum hnetunum. Skiptu deiginu í nokkra hluta og settu súkkulaði í einn hluta, hnetur og súkkulaði í annan, M&M í einn og t.d. Rice Crispies, kornfleks eða gott sem þú átt í skápnum. Þetta vekur mikla lukku hjá börnunum og gaman að leyfa þeim að prófa sig áfram.

Sendandi: HS <gullhuld@mmedia.is> (04/12/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi