Rækjuforréttur
Fiskréttir
Rækjuforréttur
Efni:
Fyrir 4
Tekur ca 10 mín. að laga
Ekki hægt að frysta
150-200 gr. hreinsaðar rækjur
2 dl köld soðin hrísgrjón
Sósa:
1 dl majones
1 dl rjómi
1/2 lítil púrra,
salt, pipar, karrý, dill til skreytingar
Meðhöndlun
Blanda rjómanum og majónesinu saman. Fínhakka púrruna og setja hana í sósuna.
Bragðbætið með salti, pipar og karrý.
Taka frá nokkrar rækjur til að skreyta með.
Blandið rækjunum og hrísgrjónunum saman í sósuna. Setjið í skálar og skreytið með nokkrum rækjum og dilli.
Sendandi: Páll <Pallk@centrum.is> (27/03/1996)