Cream anglis (vanillukrem)

Ábætisréttir

Hentar með margskonar ábætisréttum...rosa gott!

Efni:
250 gr mjólk
250 gr rjómi
4 stk eggjarauður
100 gr sykur
1 vanillustöng


Meðhöndlun
Mjólk, rjómi, 50 gr sykur og vanillustöng látið í pott og hitað upp að suðu. Eggjaraður og 50 gr af sykrinum pískað saman. Síðan er rjómanum hellt mjög varlega yfir eggin og blandan þykkt í vatnsbaði að vild. Hrærið stanslaust í blöndunni með sleikju annars hlauða eggin. Hitið ekki yfir 70°. Berið fram kalt.

p.s. hægt er að bæta margskonar bragðefnum út í í staðin fyrir vanillustöng... s.s. kaffi, bönunum, kanil. osfrv.

Sendandi: hrj <hrefna_r@hotmail.com> (04/12/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi