Borgarkökur

Smákökur og konfekt

Bestu smákökur sem ég hef smakkað (stór uppskrift því hún klárast alltaf strax)

Efni:
750 gr. hveiti
750 gr. sykur
500 gr. kókosmjöl
2 tsk. hjartarsalt
500 gr. smjörlíki
300 gr. kúrenur
4 egg

Meðhöndlun
Smjörlíkið haft við stofuhita, allt hnoðað saman og mótaðar litlar kúlur.
Bakað við 180°
í 10 - 12 mínútur.

Sendandi: Addý <addgys@li.is> (06/12/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi