Hakkréttur

Kjötréttir

Rosa góður og einfaldur hakkréttur

Efni:
300 g hakk
150 g spaghetti
1/2 rauð paprika
4 stórir sveppir
4 hvítlauksgeirar
2-4 tsk Salsasósa
Mariachi flögur með ostabragði eða því sem þér finnst best. Magnið fer eftir þínum smekk.
Svartur pipar
Karrí
Ólífuolía

Meðhöndlun
1. Sjóðið spaghetti samkv. leiðbeinginum á umbúðum.

2. Skerið hvítlauk, papriku og sveppi í litla bita. Steikið í ólífuolíu. Kryddið með karrí og svörtum pipar. Takið af pönnunni.

3. Setjið hakkið á pönnuna, steikið og kryddið eins og ykkur finnst best. Bætið salsasósu út í.

4. Blandið spaghetti, grænmeti og hakki saman í skál. Myljið flögurnar út í.

5. Það er líka hægt að breyta réttinum t.d. með því að hafa annað grænmeti, meira spaghetti eða eitthvað.

6. Verði þér að góðu.

Sendandi: Eygló <eyglot@simnet.is> (10/12/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi