Svaka gott lasagne með mjúku pasta og ostasósu

Pizzur og pasta

Þetta er þróuð og endurbætt uppskrift úr Norsk Matglede

Efni:
Það sem þarf:

Ferskt pasta, tagliatelli eða lasagne (ath.íslenska pastað hentar ekki í þennan rétt).

½ - 1 poki gratínostur (fer eftir stærð mótsins)

Kjötsósa:
1-2 laukar eftir smekk
500 g nautahakk
½ tsk.salt
½ tsk.pipar
1 tsk.oregano
2-3 pressuð hvítlauksrif í olíu (má sleppa ef vill)
1 dós tómatar í dós (t.d.Hunt´s Diced)
3 msk.tómatpuré

Ostasósa:
3 msk.smjör
3 msk.hveiti
4-5 dl.mjólk (léttmjólk=4 dl., nýmjólk=5 dl.)
ca.200g rifinn ostur (t.d. Gouda 26% eða Skólaostur)

Meðhöndlun
Kjötsósa:
Panna: Skera laukinn og steikja þar til hann er gulbrúnn. Bæta við hakki. Steikja í ca.10 mín eða þar til hakkið er orðið brúnt. Bæta við tómötum (vatnið í dósinni fer með), tómatpuré, hvítlauki og kryddum (oreganoið er best að mylja yfir pönnuna). Láta malla áfram í nokkrar mínútur.

Hita ofn í 200°c.

Ostasósa:
Pottur: Bræða smjörið. Bæta við hveiti og hræra vel í á meðan. Hella mjólkinni útí og láta suðuna koma upp. Ostinum blandað saman við þar til hún verður ljósgul (og búblar eins og leirhver).

(ath.betra að standa yfir pottinum á meðan og hræra, annars hætt við að allt brenni við)

Eldfast mót: Leggja kjötsósu og pasta í hæfileg lög, kjötsósa fyrst. Setja í ofn í þann tíma sem pastað þarf að sjóða (ferskt tagliatelli þarf aðeins 10 mín. í mesta lagi, ferskt lasagne þarf lengri tíma). Þegar 5 mín. eru eftir er best að setja gratínostinn á og og ekki gleyma að stilla ofninn á grill í blálokin.

Berist fram með hvítlauksbrauði og/eða salati.

Ps. Einhverra hluta vegna smakkast þetta betur í djúpu kringlóttu móti frekar en í grunnu ferköntuðu.

Sendandi: Dagný Arnarsdóttir <101reykjavik@visir.is> (17/12/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi