Ofnbakað rósakál m/rifnum osti

Grænmetisréttir

- góður klúbbréttur

Efni:
500g rósakál
2 laukar
matarolía
2dl kjötkraftur
150g skinka
2 eggjarauður
200g sýrður rjómi (eða 2dl súrmjólk)
100g rifinn ostur
1/2 tsk salt
1/4 tsk pipar
1/2 tsk paprikuduft
1/2 tsk múskat
2 eggjahvítur

Meðhöndlun
1) Sjóðið kálið í léttsöltu vatni. Ef kálið er ferskt þá í 8-10 mín., ef það er frosið þá í 4-5 mín. Síið vatnið frá og setjið kálið í smurt eldfast mót.

2) Saxið lauka og léttsteikið í olíu. Hellið kjötsoði út í og sjóðið í 2-3 mín. Skerið skinkuna í teninga og bætið út í. Dreifið yfir kálið.

3) Hrærið saman eggjarauðum og sýrðum rjóma. Rífið ostinn og bætið út í. Kryddið.

4)Stífþeytið eggjahvítur og blandið varlega saman við. Hellið yfir og bakið við 220°c í 10-15 mín.

Sendandi: Ylfa <ylfa77@hotmail.com> (01/01/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi