Núðlur með grænmeti

Grænmetisréttir

Góður, hollur og fljótlegur réttur, fyrir alla, konur og karla og krakka með!

Efni:
Eggjanúðlupakki (til í bláum og gulum pökkum, blár betri)inniheldur 3 núðlulög.

Grænmeti:
1/2 rófa
5-6 gulrætur
1/2 kínakálhöfuð
tæpl. 1 púrrulaukur meðalstór.
1 paprika
1 bréf skinka eða
kjúklingur/nautakjöt.

Meðhöndlun
Eggjanúðlurnar settar í skál bara eins og þær koma fyrir og sjóðandi heitt vatn sett yfir og látið bíða í ca. 2 mín. vatninu hellt af og núðlurnar til.
Með þeim ber ég fram grænmetið sem ég sker niður í bita eða ræmur og svissa á pönnu í olíu.
Set að lokum skinkustrimpa útí.
Hægt að nota kjúkling, nautakjöt eða það sem maður á í raun.

Ég nota sojasósu með þessu og ber hana bara fram með og hver og einn setur á fyrir sig.
Mjög góður og hollur og fljótlegur réttur, að ég tali ekki um ódýr.
Verði ykkur að góðu.

Sendandi: Halla <jonagust@isl.is> (25/01/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi