Ástarjátning Ásu - ofnbakaðar svínalundir

Óskilgreindar uppskriftir

Ofnbakaðar ostfylltar svínalundir með bökuðum kartöflum og salati með fetaosti

Efni:
svínalundir
gráðaostur eða dalabrie eftir smekk
salt pipar og hvítlaukspipar
rifsberjasulta
gular baunir
Argentínu gráðaostasósa
ferskt salat með fetaosti eftir smekk og innblæstri
bökunarkartöflur
sýrður rjómi eða smjör og graslaukur

Meðhöndlun
Skerið raufar í grísalundirnara og setjið gráðaostinn/dalabrie þar inn. Kryddið með salti og pipar og smá hvítlaukspipar og bakið í ofni í álpappír og svo undir grilli fyrir rest.

Meðlæti:
Ferskt salat með fetaosti, bakaðar kartöflur með sýrðum rjóma og graslauk (eða smjöri) rifsberjasulta, gular baunir og gráðostasósa frá Argentínu Steakhouse (fæst í Nóatúni).
Namm namm!

Sendandi: Hólmfríður <holmfrg@yahoo.com> (28/01/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi