Eplabaka

Brauð og kökur

Mjög einföld og góð eplabaka

Efni:
Epli 4 stór
Kanilsykur
Hveiti 200 gr
Sykur 200 gr
Smjörlíki 200 gr
Salthnetur

Meðhöndlun
Skerið epli og leggið í fat fyllið botninn. Stráið kanilsykri yfir (hafið mikið af kanil í blöndunni). Hnoðið síðan saman deig úr mjúku smjörlíki, hveiti og sykri og leggið yfir eplin með fingrunum. Stráið salthnetum yfir eftir smekk. Bakið í 40-50 mín eða þar til farið er að bulla í þessu í u.þ.b. 180-190° heitum ofni. Rosalega gott með ís og líka með rjóma.

Sendandi: erlaperla (05/02/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi