Vatnsdeigsbollur

Óskilgreindar uppskriftir

einfaldar og góðar

Efni:
4 dl vatn
160 g smjörlíki
250 g hveiti
1/4 tsk lyftiduft
5 egg ef mótaðar með skeið,6 ef notuð er rjómasprauta.

Meðhöndlun
Setja vatn og smjörlíki í pott og láta suðuna koma upp.
Blanda saman hveiti og lyftidufti,bæta því síðan í pottinn og hrærið hraustlega í með sleif þar til myndast hefur slétt og samfellt deig sem sleppir pottinum. Takið af hitanum og kælið aðeins. Hrærið síðan eggjunum saman við einu í einu,hrærið vel á milli. Setjið með skeið á bökunarplötu,1 msk í hverja bollu. Bakið í ofni í 30-35 mín.við 210°c(200°c í blástursofni.) Varist að opna ofninn fyrr en vel er liðið á baksturstímann.

Sendandi: Linda <alliv@mi.is> (08/02/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi