Ostakúla

Óskilgreindar uppskriftir

Gott á ritskexið

Efni:
250 g rjómaostur
250 g gráðostur
50 g mjúkt smjör
100 g saxaðar ólívur
1 msk saxaður graslaukur

Meðhöndlun
Gráðosturinn stappaður saman við rjómaostinn og smjörið, ólívunum og graslauknum hrært saman við. Kælt í nokkra tíma, mótaðar kúlur og velt upp úr söxuðum hnetum.

Gott á kexið í saumó

Sendandi: Dæs (12/02/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi