Súrsætar fiskibollur

Fiskréttir

Fínar fiskibollur

Efni:
200 gr. rækjur
250 gr. fiskhakk
4 msk valhnetur
1 msk sítrónusafi
1 tsk soya
1/2 tsk sesamolía
1/2 tsk hvítlaukur
1 1/4 tsk salt
hnífsoddi pipar
2 msk kartöflumjöl
2-3 msk ananassafi

Hakkaður fiskurinn, rækjurnar og valhneturnar. Öllu blandað saman í fars.
Búnar til litlar bollur sem eru steiktar í matarolíu.

Meðhöndlun
Sósa:

1/2 bolli hvítvín
1 1/2 bolli ananassafi
2 tsk sesam olía
3 mtsk edik
2 tsk soya
2-3 tsk sykur
1/2 tsk salt
1 1/2 msk kartöflumjöl
4 msk vatn
1 1/2 bolli ananasbitar
matarolía

Olían hituð. Ananasbitarnir brúnaðir. Þá er vökva og kryddi blandað saman við og síðan jafnað með kartöflumjölsjafningnum.
Sett yfir fiskibollurnar.

Sendandi: Páll <pallk@centrum.is> (31/03/1996)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi