Pulsur með snilld

Kjötréttir

Öðruvísi pylsur

Efni:
Pylsur
Pylsubrauð
Rauðlaukur
Grænt epli
Tómatur
Sinnep
Remúlaði
Karrí

Meðhöndlun
Sjóðið pylsurnar í vatni með smá karríi útí.
Ristið pyslubrauðið.
Smyrjið sinnepi og remúlaði á innanvert brauðið.
Skerið tómatinn í þunnar sneiðar og raðið innan í brauðið.
Setjið pylsuna ofan á tómatsneiðarnar.
Stráið litlum eplabitum og smátt söxuðum rauðlauk yfir pylsuna.
Borðið.

Sendandi: Tinna G. Gígja <wicked@fjoltengi.is> (20/02/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi