Couscoussalat

Óskilgreindar uppskriftir

Frábært couscoussalat með avokado, sólþurrkuðum tómötum, fetaosti og fullt af grænmeti

Efni:
1/4 haus jöklasalat
2 tómatar
1/2 gúrka
1 paprika
1/2-1 krukka fetaostur
5-8 sólþ. tómatar
1 stórt hvítlauksrif
1 mjúkt avókadó
300 g couscous frá Tipiak (í gulum og bláum pakka)

180 g krukka af pestósósu frá Filippo Berio (til bæði græn og rauð, ég nota oft rauða)

Meðhöndlun
Sjóða couscous skv. leiðbeiningum á pakka, (ca 3 mín).
Láta olíu renna af fetaosti og sólþurrkuðu tómötunum.
Saxa allt hitt í hefðbundið salat.
Blanda saman pestósósunni og couscousinu og láta það kólna.

Bera fram með góðu brauði, t.d. hvítlauksbrauði. Algjör snilld, bæði á hlaðborð og í matinn fyrir fjölskylduna. Þetta dugar fyrir 6-7 manns en má minnka og stækka að vild.

Sendandi: Hófí <holmfrg@yahoo.com> (26/02/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi