Kartöflueggjalummur

Óskilgreindar uppskriftir

Létt og gott í morgunmat.

Efni:
2 egg
salt&pipar
blaðlaukur
3 kaldar, soðnar kartöflur (á stærð við egg)

Meðhöndlun
Hrærið eggin ásamt salti&pipar og blaðlauk. Stappið kartöflurnar. Steikið þær aðeins uppúr smjöri eða ólívuolíu, bætið síðan eggjunum út í og hrærið vel saman. Búið til litla klatta og steikið á pönnu þar til þeir eru gullinbrúnir báðum megin.

Sendandi: Tinna G. <wicked@fjoltengi.is> (28/02/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi