Tómathakk

Óskilgreindar uppskriftir

Hakkréttur með tómötum

Efni:
400 g hakk
1 dós Hunt´s tómatar í bitum m/ basilíku, hvítlauk og oregano
2 hvítlauksrif
1-2 tsk pizzakrydd
Rifinn ostur

Meðhöndlun
1. Skerið hvítlauk og steikið.
2. Steikið og kryddið hakkið eftir ykkar eigin smekk.
3. Bætið tómötum, hvítlauk og pizzakryddi út í hakkið.
4. Setjið rifinn ost yfir réttinn.
5. Berið fram með pasta og/eða heitu brauði

Sendandi: Eygló <eyglot@simnet.is> (02/03/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi