Lambalund í eplapiparsósu

Óskilgreindar uppskriftir

Æðislegur lambaréttur, kemur á óvart...

Efni:
600 g lambalund
1 msk matarolía
1 tsk salt
grófmalaður pipar
SÓSA
1 dl vatn
1 msk hvítvín(eða mysa)
1 nautakjötsteningur
1 epli
2 tsk maizenamjöl
1 msk vatn
1-2 tsk niðursoðin græn piparkorn

Meðhöndlun
1. Steikið lundina í olíu á pönnu í 5-7 mínútur hvoru megin. Kryddið með salti og pipar
2. Myljið kjötteninginn í vatni og hvítvíni og hleypið upp suðu. Skerið eplið í teninga og sjóðið í soðinu þar til það er orðið meyrt. Takið eplabitana upp úr og leggið á eldhúspappír.
3. Hrærið saman maizenamjöl og vatn og þykkið sósuna. Þeytið vel á meðan. Merjið niðursoðnu piparkornin og bætið út í ásamt eplabitunum.

Berið fram með bökuðum kartöflum og salati.

Sendandi: Hófí <holmfrg@yahoo.com> (10/03/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi