Pizzabrauð
Pizzur og pasta
Venjulegt brauð með pizzuáleggi
Efni:
1 stk brauðsneið
Pizzasósa
3 sneiðar ostur eða 15 g rifinn ostur
3-5 sneiðar pepperoni
1 sveppur
Ananas
Meðhöndlun
Smyrjið brauðið með pizzasósunni.
Setjið pepperoni á brauðið. Skerið ostinn, sveppinn og ananasinn og bætið því á brauðið. Hitið í örbylgjuofni eða bakaraofni þar til osturinn er bráðinn.
Þetta er bara hugmynd að áleggi en svo veljið þið auðvitað bara það sem ykkur finnst best.
Verði ykkur að góðu!
Sendandi: Eygló <eyglot@simnet.is> (16/03/2002)