Hvítlauksbrauð

Óskilgreindar uppskriftir

- nauðsyn með lasegne

Efni:
1/2 bolli smjör
2 hvítlauksrif, hökkuð
1 tsk. ítalskt krydd
1/2 tsk. paprikuduft
1/2 bolli rifinn parmesanostur
1 snittubrauð

Meðhöndlun
Blandið saman smjöri og hvítlauk á litlum disk. Setjið í örbylgjuna á hæsta styrk í 1-2 mín., eða þar til smjörið er næstum bráðnað. Takið úr örbylgjunni og setjið krydd og ost út í. Skerið brauðið í sneiðar. Setjið þær á bökunarplötu og setjið hvítlauksblöndu ofan á hverja sneið. Setjið í ofninn, u.þ.b. 10 cm. Frá grillinu. Grillið í 2-3 mín. og berið strax fram.

Sendandi: Ylfa <ylfa77@hotmail.com> (08/04/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi