Fyllt fléttubrauð,hreint frábært

Brauð og kökur

Fléttubr,sveppir,skinka......

Efni:
1.stk. Fléttubrauð.
1.stk skinkumyrja ( ekki í túpu.)
1.askja feskir sveppir.
1. bréf skinka frá ali(ca 10. sneiðar).
1.peli rjómi.
1.bréf rifin ostur.

Meðhöndlun
Skinkumyrjan og rjómi sett í pott og látið bráðna saman við vægan hitta,skerið sveppi og skinuna í litla bita eða ræmur,þegar búið er að hita skinkumyrjun og rjóman saman í pottinum þá er svepponum og síðn skinkuni bætt útí.Skerið lokið af fléttubrauðinu og hreynsið brauðið innan úr passið ykkur á því að gera ekki gat á skorpuna,rífið niður brauðið ofaní pottin og blandið vel saman,en haldið eftir skorpuni og lokinu af fléttubrauðinu hellið fyllinguni oní brauðskorpuna og stráið síðan rifnum ost yfir bakið´við 200°c hita þar til osturinn er orðin gulbrún lokið sett á þegar brauðið er tekið út.Einig er gott að bæta við þessa uppskrift aspas úr dós ef fólk vil,einig er gott að nota bara rækju smurost og rækjur,rjómi aromat krydd frá knorr(þetta gula fiski,líka er gott að nota sítrónu pipar.)rifin ost aðferðin er sú sama, og að lokum er alltaf gott að nota það sem þér þykir best. Hægt er að frysta þennan rétt en þá er best að baka brauði að eins áður en osturinn er settur ofná.

Sendandi: Jóhanna 'Olafsdóttir <bjuga@vortex.is> (09/04/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi