Tortellini með tómatsósu og sveppum

Pizzur og pasta

Bregst aldrei

Efni:
250 gr. tortellini með kjötfyllingu
4-5 tómatar (u.þ.b. 300 gr)
175 gr sveppir
2-3 tsk grænmetiskraftur
1 msk basilikum krydd
2 dl rjómi
salt
svartur pipar
rifinn parmesan ostur

Meðhöndlun
1. Afhýðið tómatana og gerið úr þeim mauk, t.d. í blandara (mixer).
2. Steikið sveppina á pönnu við vægan hita. Bætið tómatmaukinu, rjómanum og grænmetiskraftinum við. Látið þetta krauma í um 10 mínútur. Setjið ekki lok á pönnuna. Kryddið eftir smekk með basilíkum, saltinu og svarta piparnum.
3. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Að því loknu er pastað sett í skálina, sem borin er á borð, sósunni hellt yfir það og ostinum stráð ofan á.

Sendandi: Ingibjörg (25/04/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi