Kjötbúðingur með osti

Kjötréttir

Góður

Efni:
500 gr nautahakk
3 msk brauðmylsna
1 dl kjötsoð eða grænmetissoð
3 tómatar
2 laukar
1 rauð paprika
salt, pipar
paprikuduft, smjör
150-200 gr mildur, þéttur ostur

Meðhöndlun
1. Hrærið hakkið seigt með 1 tsk af salti og bætið brauðmylsnu bleyttri í soði og kryddið eftir smekk. Hreinsið grænmetið, skerið það smátt og blandið í farsið.
2. Látið farsið í vel smurt eldfast form. Skerið ostinn í stauta og stingið þeim í farsið. Penslið að ofan með 1-2 msk af bræddu smjöri.
3. Bakið búðinginn í 180°C heitum ofni í 45-60 mín. Tíminn fer eftir því úr hvaða efni formið er.

Sendandi: Ingibjörg (25/04/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi