Grænmetisgums- rosa gott

Grænmetisréttir

Þetta er rétturinn þegar maður er í tímaþröng en langar samt í eitthvað gott.

Efni:
1 poki frosið grænmeti. (brokkoli,gulrætur,paprika og fleira)

500 gr svínahakk/eða nautahakk.
Eða svína strimlar.

1 dós súrsæt sósa m/grænmeti. (unkle bens er best)

Meðhöndlun
Hakkið steikt, grænmetið steikt á pönnu og látið mýkjast vel.
Öllu hrært saman á pönnu og hitað.

Borið fram með hrísgrjónum og/eða brauði.

Mjög einfalt, fljótlegt og hollt.
Líka gott þó maður sleppi hakkinu.

Sendandi: Nafnlaus (07/05/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi