Púrrufiskur
Fiskréttir
Mjög fljótlegt og gott.( Best er að nota fisk að Vestan)
Efni:
600-800 g ýsu- eða smálúðuflök
1 góður blaðlaukur
1 bolli rifinn ostur
1 peli rjómi
2 msk sveppasmurostur
hálf til ein sítróna
ein til ein og hálf tsk aromat
nýir sveppir eða ein lítil dós.
Meðhöndlun
Kreistið sítrónuna yfir fiskflökin og kryddið með aromatinu.
Látið síðan bíða um stund.
Skerið fiskinn í bita og raðið í eldfast mót.
Sneiðið blaðlaukinn, líka græna hlutann, og mýkið í olíu á pönnu. Takið af og steikið sveppina smástund.
Hellið þá rjómanum yfir, setjið rifna ostinn út í ásamt sveppasmurostinum látið sjóða þar til hann er bráðinn.
Bætið loks blaðlauknum á pönnuna og kryddið með aromati eftir smekk.
Hellið þessu síðan yfir fiskinn og bakið í 190°C heitum ofni í 15-20 mín.
Rétturinn er borinn fram með hrísgrjónum og heitu smábrauði.
Sendandi: Rangheiður <ragnhtho@ismennt.is> (19/04/1996)