Norðlenskur svartfugl

Kjötréttir

góður svartfuglsréttur

Efni:
6 svartfuglar
3 gulrætur
2 laukar
3-4 sellerí
3/4tsk timjan
1tsk salt
ólífuolía
hunang

1-2ltr vatn
6-8 einiber
1 lárviðarlauf
12 svört piparkorn
örlítill grænmetiskraftur
rifsberjahlaup
rjómi

Meðhöndlun
Úrbeinið fuglana og fituhreinsið bringurnar. Steikið kjötið á pönnu í ca. 3-4min á hvorri hlið upp úr ólífuolíu og hunangi við fremur lítinn hita. Grænmetið skorið niður og steikt með kjötinu.

Sjóðið beinin, berin og kryddið í vatninu, búið til sósu úr soðinu og bragðbætið með rifsberjahlaupi og smávegis af rjóma.

Borið fram með kartöflum og grænmetinu.

Sendandi: Dagný <dagny@pjus.is> (05/06/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi