Hummus

Grænmetisréttir

Kjúklingabaunamauk borðað með brauði eða lambakjöti

Efni:
2-3 msk. Olívuolía
Safi úr einni sítrónu (3-4 msk)
1 miðlungs hvítlauksgeiri
1/4 b. Tahini (sesamsmjör)
500 gr. Kjúklingabaunir

Meðhöndlun
Kjúklingabaunirnar þarf að leggja í bleyti í 12 klst. og sjóða í 2 klst.
Setja allt í blandara nema kjúklingabaunirnar. Mixið. Bætið kjúklingabaununum saman við ásamt eilítið af soðinu.

Sendandi: Friðrika Kristín Stefánsdóttir <fridrika@flott.is> (14/07/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi