Mömmu pizza

Pizzur og pasta

fljótleg og góð pizza með lyftidufti, tekur alls um 30 mín með bakstri.

Efni:
4 dl. hveiti
2 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. salt
1/2 dl. olía
1 1/2 dl. súrmjólk
pasta og pizza krydd frá Knorr.

Meðhöndlun
Allt sett í skál og hrært saman með skeið þar til allt er komið saman,
þá hnoðað saman á borði með smá hveiti, og flatt út á ofnplötu. Betra að hafa bökunarpappír undir.
Síðan er sett annað hvort Pizza-Pronto eða bara tómatsósa og síðan áleggið sem getur verið það sem er til í það og það skiptið, skinka,ananas,pepperoni,sveppir,
laukur. Síðan pizzaostur niðurrifinn í poka. Bakað við 200 gráður í 15-20 mín.

Sendandi: Margrét Bjarnadóttir <nestun5@binet.is> (22/07/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi