Grillaður saltfiskur
Fiskréttir
Saltfiskur, penslaður í hvítlauksolíu og grillaður.
Efni:
Saltfiskur (bestur þurrkaður, ágætur blautverkaður líka).
Þess stærri, þess betri steik..magn fer eftir lyst og fjölda,
fínt upphitað líka, t.d. í örbylgjunni.
Hvítlaukur, a.m.k. einn.
Steinselja, einn poki.
Ólífuolía, "Extra Virgin" (þýðir fyrsta pressun = best).
Meðhöndlun
Bleytið saltfiskinn. Það má líka nota tilbúinn frá Vestmanneyjum ("200 mílur") eða úr Eyjafirði ("Ekta Fiskur").
Þurran saltfisk er best að setja í vatn í 3 sólarhringa,
1 kg. af fiski í 3 lítra af vatni og skipta ekki um vatn (BEST !).
"Venjulegan" saltfisk má setja í rennandi vatn yfir nótt (missir bragð), eða láta liggja í vatni í einn til tvo daga eftir þykkt og stærð stykkja, prófa sig áfram og smakka, t.d. sjóða smástykki í örbylgjuofni.
Merjið hvítlaukinn og blandið í góðan slatta af ólífuolíunni.
Saxið steinseljuna smátt og blandið saman við.
Penslið fiskinn (eða allra best; látið hann liggja í þessu góða stund).
Grillið við góðan hita, ekki of lengi, best rétt hlaupið.
Best vel heitt með (hvítlauks)brauði, grænmetissalati (t.d. tómatsneiðar, smátt saxaður laukur, saxað lambahagasalat, ólífur og edik/olíusósa) og kröftugu og bragðmiklu spænsku eða portúgölsku RAUÐVÍNI.
Sendandi: Kristján Þ. Davíðsson <krisdav@marel.is> (17/05/1996)