Nanbrauð

Sérfæði

Úr spelti eða heilhveiti

Efni:
450 gr Spelt eða heilhveiti
2 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
3-3 1/2 dl ab-mjólk

Meðhöndlun
Smá ferskur kóríander ef vill.
Blandið þurrefnunum saman í skál.
Ab-mjólkinni er bætt út í.
Deigið er skipt í 10 hluta - hverjum er rúllað út þar til hann er 10 cm í ummál.
Hitið pönnuna á báðum hliðum þar til þau eru gyllt og gegnumsteikt.
Tilbúnu brauðin eru sett í rakt stykki til þess að þau harðni ekki.
Gott er að pensla þau með ólífuolíu áður en þau eru borin fram.

Fann þessa uppskrift í morgunblaðinu.

Sendandi: Beta <beta@skyrr.is> (31/07/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi