Fiskur með grænmeti

Sérfæði

Ég hef mikið grænmeti því þetta er svo gott.

Efni:
Fiskur (Ýsa)
Epli
Laukur
Paprika
Púrrulaukur
Maísmjöl
Rismjöl
Krydd

Meðhöndlun
Allt þetta efni sem ég tel upp fer magnið eftir því hvað hver vill.
Laukurinn er skorin í báta, eplið og paprika í bita, púrrulaukur í sneiðar.
Byrja á því að steikja laukinn og svo restina af grænmetinu, tek þetta svo til liðar á fat.
Fiskurinn er skorinn í bita svona 3*3 cm c.a og honum er svo velt upp úr maís og rísmjöli sem er búin að krydda eftir smekk. Fiskurinn steiktur á pönnu svo þegar hann er að verða tilbúin þá er grænmetinu hellt yfir og svo bara beint á borðið.

Þetta er mjög gott með híðishrísgrjónum og tamari sósu.

Það er ekkert glúten í þessu mjöli sem er notað.

Fyrir þá sem mega þá er líka gott að velta fisknum upp úr hveiti blandað með heilhveiti eða spelt.

Sendandi: Beta <beta@skyrr.is> (31/07/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi