Humar, steiktur eða grillaður

Fiskréttir

Humar af pönnunni eða grillinu.

Efni:
- Humar, halar og gjarnan klær líka.
- Ólífuolía, "extra virgin".
- Krydd (pressaður ferskur hvítlaukur eða karrýduft).
- Sítrónusafi.
- Hvítvín.

Meðhöndlun
Brjótið blöðkuna af hölunum og takið görnina úr.
Klippið halana svo í tvennt langsum með skærum.
Brjótið klærnar aðeins upp.
Hrærið krydd og sírtónusafa saman við olíuna og penslið halana,
eða best; látið hala og klær liggja í olíunni um stund.
Raðið hölunum með "sárið" upp/skelina niður á grillið
og raðið klónum með. Ekki grilla of lengi, rétt láta "kjötið" hvítna.

Borðist heitt með grænmetissalati og glasi af góðu hvítvíni,
gjarnan í góðum félagsskap.

Sendandi: Kristján Þ. Davíðsson <krisdav@marel.is> (17/05/1996)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi