Mömmubrauð

Brauð og kökur

Brauð eins og mamma bakar það

Efni:
4 bollar hveiti
1/2 - 1 bolli sykur
4 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1 egg
mjólk

Meðhöndlun
Öllu blandað saman og hnoðað og bleytt varlega með mjólk þar til deigið er passlegt.

Bakað í ca. 30 mín við 190°.

Ef ofninn er fljótur að hitna er tilvalið að setja deigið í kaldan ofninn og setja á 190° og bíða í ca. 45 mín)

Gott að vefja brauðinu í blautt viskastykki eftir baksturinn.

Sendandi: Ingimar Róbertsson <iar@eldhus.is> (08/09/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi