Berja tjútt

Ábætisréttir

Einfaldur, fljótlegur og góður eftirréttur með berjum

Efni:
300 gr af berjum (bláber, jarðaber, vínber eða ...)

1 peli Rjómi
1 msk. Sykur
Vanilludropar

Hersey's súkkulaði sýróp (eða aðra súkkulaði sósu)

1 líter Vanilluís (má sleppa)

Meðhöndlun
Þeytið rjómann með sykri og vaniludropum.

Setjið 1-2 kúlur af ís í skálarnar. Setið berin og rjóma yfir. Sprautið súkkulaði sýrópi yfir eftir smekk.

Gott að hafa fleiri en eina berjategund.

Ekki þarf endilega að hafa ís með en það drýgir þetta soldið.

Einnig finnst mér gott að hafa banana neðst í skálinni.

Hentar fyrir 2 - 4 fjóra.
(eftir því hvot notaður sé ís eða ekki)

Sendandi: Sigurður Jónas Eggertsson <sje@pjus.is> (21/09/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi