Kartöfluklattar

Óskilgreindar uppskriftir

Steiktir kartöfluklattar, góðir með svotil öllu

Efni:
1 kg kartöflur
2 laukar
1 egg
salt
pipar
hveiti (ef þarf)
smjörlíki eða matarolía

Meðhöndlun
Kartöflurnar eru skrældar og saxaðar mjög smátt með lauknum og egginu í matvinnsluvél.

Saltað og piprað með.

Hveitið notað til að þykkja blönduna eða safinn síaður frá. Blandan þarf að vera ca. "vöffludeigsþykk".

Steikt á vel heitri pönnu í miklu smjörlíki. Hellt með skeið á pönnuna í netta klatta og steikt á báðum hliðum.

Mjög gott með steiktum Medistersneiðum og tómatsósu.

Einnig er gott að taka klattana og þerra þá aðeins og setja á ofnplötu, tómatsneið ofan á og mosarellasneið þar ofan á og krydda með ítölsku kryddi og skella í 200° heitan ofn þartil osturinn er bráðinn.

Sendandi: Ingimar Róbertsson <iar@pjus.is> (29/09/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi