Kaka frá Stellu

Óskilgreindar uppskriftir

Mann dreymir hana um nætur

Efni:
Botn:
5 eggjahvítur
3 ½ dl sykur
1 tsk lyftiduft
4-5 bollar Kornflex ekki mikið mulið.

Á milli:
½ l rjómi þeyttur
1 ½ snikkers saxað út í rjóman.

Krem:
1 ½ snikkers
60 gr smjör
4 eggjarauður
2-3 msk sykur

Meðhöndlun
Botn:
Eggjahvítur þeyttar, sykri bætt smá saman út í. Restinni bætt varlega saman við.

Baka við 160 mín blástur í c.a. 20 mín

Krem:
Snikkersið brætt með smjörinu þetta síðan kælt.
Eggjarauðurnar og sykurinn þeytt saman og helt út í snikkersblönduna þegar hún er orðin köld.
Þetta er síðan helt yfir kökuna.

Sendandi: Beta <beta@skyrr.is> (07/10/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi