Pizzabotn úr spelti

Sérfæði

Pizzabotn frá Sollu á Grænum Kosti

Efni:
5 dl. spelt
3 tsk. lyftiduft
1 tsk salt
2 msk. ólívuolía
1 msk. krydd
ca. 3 dl AB-mjólk

Meðhöndlun
Setjið speltið, lyftiduftið, saltið og eitthvað krydd (Basil/pizzakrydd frá Mc Cormick/Íölskhvítlauksblanda frá Pottagöldrum) saman. Bætið svo oíunni saman við og AB-mjólkinni á meðan þið hrærið blöndunni létt saman þangað til að deigkúla myndast. Ekki hnoða mikið, bara létt og lítið. Fletjið svo deigið út á smjörpappír og forbakið í ca. 5 mín, setjið það gums sem þið kjósið helst ofan á og bakið svo áfram í ca.15 mín.

Sendandi: Friðrika Kristín Stefánsdóttir <fridrika@flott.is> (23/10/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi