Tælenskur núðluréttur

Kjötréttir

Núðluréttur frá Tælandi

Efni:

Meðhöndlun


Núðlur soðnar í (1 ½) mínútur í miklu saltvatni. Vatninu strax hellt af og núðlurnar settar í kallt vatn á meðan og látnar vera þar þar til maður steikir þær.
Ferskur eða eldaðurKjúklingur eða afgangar af kjöti td grilluðu eða steiktu skorið í teninga eða skinka.
Kína (Wok) blanda frosin eða skorið niður eitthvað grænmeti sem þið eigið heima td. Gulrætur eða hvítkál í strimlum og paprika sveppir ananas hvað sem er eiginlega.
Nokkur egg fer eftir fjárhag og má jafnvel sleppa en eru mjög góð út í.
Hvítlaukur (kramin) ef vill þá eitt til tvö lauf í hverja steikingu.
Ókey þá byrjar ballið.

Olía sett á Wok pönnu og hituð. Þá er 1 teskeið af karrý rauðu/grænu sett út á og hrært saman.
Kjötið sett út í og steikt með (og hvítlaukur ef vill) svo sett til hliðar á pönnunni og þá er egg sett á pönnuna og ”skrambúlerað”án þess að blanda við kjötið á meðan eggið er að steikjast. En blandast svo við eftir það. Þá eru ¼ af núðlunum teknar úr vatninu og settar út í og steiktar með og grænmetið líka.
Steikt saman þar til að grænmetið og kjötið er tilbúið.
Endurtakið þetta með allar núlurnar ca.¼ - ½ pakki af núðlum í hvert skipti á pönnuna.

Borðað með sweet chilli sósu.
Nammi namm.
Þessi réttur er líka rosalega góður dagin eftir.
Verði ykkur að góðu.

Sendandi: Sigga Dís <einar@rrk.kollegienet.dk> (30/10/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi