Lambakryddlögur

Kjötréttir

Kryddlögur fyrir lambakjöt ( lærissneiðar, kótilettur eða úrbeinað læri). Kryddlögur fyrir svínakjöt

Efni:
1/2 ltr. Matarolía
1/2 bolli Sítrónudjús
1/2 bolli Tómatsósa
3/4 bolli Bearnaise essens
3/4 bolli Lagað sinnep ( franskt )
1/2 bolli Soya sósa
1/2 tsk. Tabasco sósa
1 1/2 tsk. Laukduft
2 tsk. Hvítlauksduft
1/4 bolli Salt
1 bolli Sykur
3 msk. engifer
1 tsk. Svartur pipar
4 tsk. barbq duft
2 tsk. negull ( Aðeins notað ef um svínakjöt er að ræða)

Meðhöndlun
Öllu hrært saman.
Kjötið látið liggja í leginum í ca. 1-2 tíma. Fer eftir hversu sterkt menn vilja hafa kjötið.


ALGJÖRT SÆÆÆLGÆTI.!!!!

Njótið heil.

Sendandi: Sigurður <siggikr@aknet.is> (29/07/1996)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi