Fljótlegur kjúklingaréttur

Kjötréttir

góður og fljótlegur kjúklingaréttur

Efni:
Tilbúinn grillaður kjúklingur fæst í flestum búðum í dag
patrika
sveppir
brokkoli
eða hvaða grænmeti sem er
matarrjómi
hrísgrjón
gular baunir
tómatsósa
soyasósa

Meðhöndlun
Kjúklingurinn skorin í bita og settur í pott
hrísgrjón soðin og sett útí
allt grænmetið steikt á pönnu, kryddað og rjómi settur yfir
einnig sett útí pottinn
baunirnar einnig settar úti með safanum
tómatsósa og soyasósa sett útí bara eftir smekk
allt þetta er hitað og aðeins látið malla
Mjög gott með snittubrauði og meirihátta upphitað daginn eftir

Sendandi: Sigurlín Baldursdóttir <linabald@hotmail.com> (05/12/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi