Kanína í estragonsósu

Kjötréttir

mmmm

Efni:
1,7 kg. kanínubitar
hveiti
2 msk. olivuolía
5 lauf pressuð hvítlaukur
2 msk. púðursykur
250 gr. vorlaukar, sneiddir, (ekki til, notaði púrru og minna magn)
1 msk. hvítvínsedik
1 bolli þurrt hvítvín
1 bolli kjúklingakraftur
2 msk. þurrkað estragon
½ bolli matreiðslurjómi
1 msk. saxað ferskt estragon

Meðhöndlun
Velta bitunum í hveitinu, steikja í olíunni,salta og pipra kanínubitana, taka upp og geyma.
Láta lit koma á hvítlaukinn, bæta púðursykrinum út í, laukinn og edikinu, sjóða í 5 mín.
Hræra víninu, kraftinum og krydda með estragoninu, bæta kanínubitunum útí og láta sjóða þar til kanínubitarnir eru orðnir meyrir.
Þykkja soðið með maisena, ef vill og setja rjómann að síðustu útí og svo extra estragon út á, eftir smekk.

Sendandi: Loftur kanínubóndi <loftur@smart.is> (12/12/2002)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi