Rommkúluís
Ábætisréttir
meiriháttar góður ís
Efni:
6 egg
1/2 bolli sykur
vanillusykur/dropar eftir smekk
2 pelar rjómi
100 gr Rommkúlur
Meðhöndlun
Skiljið 2 egg og takið hvíturnar frá þeytið afganginn af eggjunum saman við sykurinn,þeytið vel á hæsta hraða,bætið svo vanillu út í ásamt rommkúlunum.
Hrærið rjómann og hellið svo rommkúlublöndunni varlega út í(gott er að nota sleikju til að blanda þessu saman)blandist vel.
Stífþeytið eggjahvíturnar sem voru afgangs og blandið út í.
A.T.H: Það má sleppa því að þeyta þessar tvær eggjahvítur sér en þetta er gert til að fá ísinn léttari;)
Setjið svo í fallegt form t,d hringform og frystið í sólahring einnig má skreyta með súkkulaði,t,d bræða súkkulaði í vatnsbaði og sprauta í ýmiskonar mynstur á smjörpappír og frysta með ísnum svo þegar ísinn er tilbúin er skrautinu stungið í hann,(Um að gera að láta hugmynda flugið ráða ferðinni).
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!;P
Sendandi: Árni Magnússon <arnimagnuss@hotmail.com> (23/12/2002)