Innbökuð hvítlaukskartöflumús

Óskilgreindar uppskriftir

Mjög gott með helgarsteikinni!

Efni:
(miðast við fyrir tvo)

3 kartöflur
1 plata smjördeig
hvítlaukskrydd
smjörklípa
mjólkursletta

Meðhöndlun
Sjóðið kartöflurnar eins og venjulega, skrælið og stappið saman við smjörklípu.
Þynnið ef þarf með smá slettu af mjólk. Má samt ekki vera of þunnt heldur þarf að vera "mótanlegt" og ekki renna til.
Kryddið með hvítlaukskryddi og hrærið vel saman með gaffli. Smakkist til og kryddist eftir smekk.

Fletjið út smjördeigið í ca. 1-2mm og skerið í tvo fleti (ca. 10x15cm). Setjið kartöflustöppuna á og lokið brúnunum með gaffli.

Sett í ca. 200°C heitan ofn í 5-10 mínútur eða þar til deigið er orðið fallega gyllt.

Borið fram með góðu kjöti, sósu og meðlæti.

Sendandi: Ingimar Róbertsson <iar@pjus.is> (17/02/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi