Coq au vin (Kjúklingur í rauðvín)

Kjötréttir

Ekta franskur sveitaréttur

Efni:
1,5 kg kjúklingur í bitum
olía
100g beikon smátt skorið
2 gulrætur
1 hvítlauksgeiri
3 lárviðarlauf
1 tsk timjan
2 mtsk hveiti
75 cl rauðvín
salt og pipar
1 tsk tómatpuré (eftir smekk)
150g sveppir

Meðhöndlun
1. Steikið kjúklinginn í olíu með beikoninu þangað til bitarnir eru vel brúnir. Setjið til hliðar.
2. Skerið laukinn, hvítlaukinn, gulræturnar í bita og steikið í olíu. Þegar grænmetið er orðið mjúkt bætið timjan, salt og pipar saman við.
3. Stráið hveitinu yfir grænmetið og blandið saman, hellið rauðvínu yfir og hrærið, bætið tómatpuré út í og látið suðuna rétt koma upp úr. Bætið lárviðarlaufunum út í. Síðast er kjúklingnum og beikoninu bætt út í.
4. Sjóðið í 40 mínútur við meðal hita.
5. Steikið sveppina og bætið út í rétt áður rétturinn er borinn fram með t.d kartöflugratín og baguette.

Hægt að strá ferskri steinselju yfir áður en borið fram.
Hægt að sjóða í ofni.
Hægt að setja 2 mtsk af koníaki eða sterku víni út í.
Sveppirnir eru ekki nauðsynlegir.
Hægt að leyfa kjúklingnum marínerast í rauðvíninu yfir nótt.
Einnig hægt að setja balsamikedik út í rauðvínið (um 2-3 mtsk).
Hægt að nota litla lauka í staðinn fyrir venjulegan lauk, 24 stk


Sendandi: HLH <hlh@strik.is> (19/02/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi