Ekki fyrir viðkvæma!!

Kjötréttir

Einfaldur en agalega sterkur kjúklingaréttur (Fyrir 2)

Efni:
2 stórar kjúklingabringur

Lítið brokkolí-búnt

1 Paprika

2 gulrætur

Ferskir sveppir eftir smekk

1/3 flaska Thai sweet chilli sauce frá Thai Choice

Olía til steikingar

Meðhöndlun
1. Skerið bringurnar í bita og steikið vel á pönnu. (passið að steikja alveg í gegn)

2. Brytjið grænmetið en samt ekki of smátt, og steikið með kjúklingnum þar til það er gegnsteikt og mjúkt.

3. Bætið sósunni útá og steikið aðeins lengur.

Berið fram með hrísgrjónum og e.t.v salati eða brauði.

ATH: Þetta er alveg rosalega sterkur réttur og ekki fyrir börn eða konur með börn á brjósti!!!

Sendandi: Unnur <unnurosk@hotmail.com> (25/02/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi