Algjört sælgæti!

Grænmetisréttir

Ótrúlega gott salat með öllum mat og bara eitt og sér.

Efni:
1 krukka Fetaostur í kryddolíu frá Osta- og smjörsölunni.

Eitthvað gott kál, t.d Iceberg eða Lollo rosso.

Ferskt rauðkál.

Ferskir sveppir.

Paprika.

Agúrka.

Tómatar.

Meðhöndlun
Skerið allt grænmetið niður en ekki of smátt, best er að hafa það frekar stórskorið.
Notið bara eins mikið og ykkur lystir af hverju grænmeti fyrir sig, það er ekkert ákveðið magn.

Hellið svo Fetaostinum og allri olíunni með yfir allt saman og blandið vel saman.

Best er að gera salatið u.þ.b klukkutíma áður en það er borið fram og geyma það í ísskáp á meðan.

Ótrúlega gott með öllu kjöti og sérstaklega gott með jólamatnum!!

Sendandi: Unnur <unnurosk@hotmail.com> (25/02/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi