Súrsætur kjulli

Kjötréttir

Einfaldur súrsætur, mildur kjúklingaréttur

Efni:
Uppskrift miðast við ca. tvo kjúklinga í bitum

3 bollar Trópí
½ bolli Heinz chili sósa (hægt er að nota eina dós af nýrnabaunum í chilisósu)
¾ bollar græn paprika smátt söxuð
3 msk sætt sinnep
1 ½ tsk hvítlaukssalt
6 tsk soyasósa
3 msk sýróp
chiliduft/chili eftir smekk ef notuð er dós af nýrnabaunum í chili í stað hreinnar chili sósu.

Meðhöndlun
Kjúklingabitunum er velt upp úr hveiti, salt og pipar og svo steiktir í olíu.
Paprikan svitsuð og allt hitt "gumsið" sett í pott og hitað saman (þó ekki kjullinn).

Allt sett í fat. Hitað í ofni í ca. klukkutíma v. 175-200 gráður.

Sendandi: Soffía Melsteð Eyjólfsdóttir <soffia@melsted.com> (04/03/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi