Kornflexterta
Brauð og kökur
Hér á að vera stutt -óþörf- lýsing
Efni:
Innihald í marengsbotna:
4 eggjahvítur
200 gr sykur
2 bollar mulið kornflex
1 tsk lyftiduft
Rjómi á milli botna
Innihald í krem ofan á köku:
100 gr ljóst súkkulaði
3 eggjarauður
1 dl þeyttur rjómi
Meðhöndlun
Botnarnir eru bakaðir í tveimur formum með bökunarpappír á botnunum við 150° C í 45 mín.
Botnarnir settir saman með einum pela af rjóma.
Kremið: Súkkulaðið er brætt og kælt lítillega, svo er eggjarauðum og þeyttum rjóma blandað vel saman við súkkulaðið og það smurt ofan á kökuna.
Sendandi: Soffía Melsteð Eyjólfsdóttir <soffia@melsted.com> (04/03/2003)